19.08.1913
Neðri deild: 38. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1457 í C-deild Alþingistíðinda. (1036)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Skúli Thoroddeen:

. Háttv. þm. V.- Ísf. (M. Ól.) hefir þegar lagt br.till. mínum, um brimbrjótinn í Bolungarvík, svo góð liðsyrði, að eg hefi því síður miklu við að bæta.

Eg skal geta þess, að því er snertir brimbrjótinn, að þörfin er mjög rík. Í Bolungarvík hagar svo til, að í norðan og norðaustanátt, þá er þar all-oftast því nær ólendandi af brimi, sé nokkuð verulegt að veðri. Og síðan farið var að nota vélabáta nær eingöngu, hefir þörfin orðið enn ríkari, vegna örðugleikanna við upp- og ofansetningu þeirra, ekki — sízt þegar brim er, og hafa þarf fljót tök á því, að bjarga þeim undan sjó, eða koma þeim á flot. Hefir slíkt hvað eftir annað orðið að slysi, næstum á hverjum vetri nú undanfarið.

Til þess nú að bæta úr vandkvæðunum, sem lendingin í Bolungarvíkurverzlunarstað veldur, bæta úr vandkvæðunum, sem brimið, grynningarnar og fjöru-stórgrýtið veldur, hugkvæmdist mönnum í Bolungarvík seinast á öldinni, sem leið, að láta rannsaka. hvort eigi yrði þó að nokkru úr bætt, ef hlaðinn væri brimbrjótur eða öldubrjótur fram í sjóinn.

Rannsóknir þessar framkvæmdi Sig. Thoroddsen verkfræðingur litlu fyrir aldamótin, og nokkru síðar rannsakaði Krabbe verkfræðingur og málið.

Sigurður Thoroddsen gerði fyllri áætlun og mælingar, en Krabbe mældi styttra fram, að eins 21 meter; og báðir töldu þeir það vel framkvæmanlegt, að gera hér þær umbætur, sem þyrfti.

En áætlun Sigurðar Thoroddsen hefir fjárlaganefndin enn ekki getað náð í, þrátt fyrir það þó að akrifari hennar (P. J.) hafi gert sér mikið far um að hafa uppi á henni. Hún mun vera geymd í landsskjalasafninu, en skrásetning skjala þar enn eigi í það lag komið, að auðhlaupið sé að því, að finna þegar hvað eina. En hennar þurfti nú reyndar ekki við, því að álit Krabbe verkfræðings, er eg var mér í útvegum um og liggur hér frammi á lestrarsalnum, sýnir fyllilega, að því meira fé sem veitt er, og því meira sem gert er til að koma verki þessu í framkvæmd, því betra telur hann það vera.

Bolungarvík er, sem kunnugt er, aðalverstöðin við Ísafjarðardjúp, og einna atærsta verstöðin hér á landi. Aðgætandi er, að verk þetta yrði ekki eingöngu unnið fyrir þá menn, sem þar búa, heldur og fyrir alla þá sem stunda þar róðra, en það eru — auk manna hvæðanæva úr Djúpinu, sem og úr Ísafjarðarkaupatað og Vestur-Ísafjarðarsýslu — menn úr Strandasýslu, Austur-Barðastrandarsýslu, Dalasýslu, Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu. Þingmenn þessara kjördæma mundu því létta undir með kjóaendum sínum, eigi allfáum — vinna þeim þarft verk — ef þeir atyddu þessa tillögu mína.

Vekja má og máls á því, að þessi 20 þús. kr. styrkur, sem farið er fram á, yrði ekki eingöngu til hagnaðar Bolungarvík og Ísafjarðar-kjördæmunum, sem og öðrum héruðum, er nota Bolungarvík, sem verstöð að meira eða minna leyti, eða eiga þar útróðrarmenn, heldur yrði hann og beint til hannaðar fyrir landssjóðinn sjálfan.

Það liggur í augum uppi, að yrði brimbrjóturinn bygður, þá fjölgaði að mun sjóferðunum, og því oftar, sem róðrarbátarnir geta komist á sjóinn, því meiri er æ afla-vonin, og því meira fær þá landssjóðurinn í útflutningsgjald af fiski.

Það eru því engar ýkjur, þó sagt sé, að með því að leggja fé til brimbrjótsins — sem svo mjög hlýtur að fjölga sjóferðunum frá því sem nú er — þá sé landið að efla sinn eigin hag, landssjóðurinn að afla sér sívaxandi árlegra tekna.

Mönnum í kjördæmi mínu er þetta einnig svo mikið áhugamál, að þegar hefir verið varið yfir í þús. kr. til þessa fyrirtækis, þ. e. á fimta þúsund úr lendingarsjóði Bolungarvíkur, en hitt hefir landssjóðurinn (1000 kr. + 1000 kr.), og sýslufélagið (1000 kr.) lagt fram.

Áhugi manna á máli þessu þar vestra, sézt og bezt á því, að í stað þess er menn áður greiddu að eins 1 kr. af hlut í lendingarajóðsgjald, sem virtist þó full tilfinnanlegt, þá hafa þeir nú tvöfaldað gjaldið, þ. e. greiða nú 2 kr. af hlut, svo að árlegar tekjur lendingarajóðsins nema nú nokkuð á 3. þús. kr.

Eg vona nú, þar sem héraðið hefir viljað jafn-mikið á sig leggja, og þegar lagt töluvert af mörkum, að háttv. þm. geri það þá með því ljúfara geði, að styðja tillögu mína, enda hefir fjárlaganefndin og — með tillögu sinni — sýnt, að hún kannast fyllilega við það, hve afar-þýðingarmikið nauðsynjamál hér ræðir um, en af því að um svo afarríka þörf er að ræða, þá nægir ekki sú upphæð, sem nefndin leggur til að veitt verði, og vona eg því, að háttv. þingmenn samþykki fremur tillögu mína, en hafni tillögu nefndarinnar.

Fjárlaganefndinni hefir orðið það á, að bera brimbrjóts-málið saman við það, er um það ræðir að byggja bryggju á Blönduósi, Sauðárkróki, Húsavík, eða einhverjum slíkum stöðum. En hér er þó tvennu alólíku blandað saman. því að brimbrjótinn ber alis eigi að skoða sem bryggju. Hann er alls eigi ætlaður til þess. Aðal~ætlunarverk hans á ekki að vera það, að hjálpa kaupmönnum, til að koma vörum sínum í og úr landi; þó að hann verði auðvitað jafnframt notaður til þess að einhverju leyti, er til kemur. Aðalætlunarverk hans er þvert á móti það, að bjarga lífi þeirra manna, er sjóinn sækja, því að oft kemur það fyrir, að gott veður er að morgni, en mesta foráttu- og skaðræðis veður komið, er í land er farið, og orðið þá ólendandi í Bolungarvík, svo að hleypa verður þá vestur á firði, eða til Aðalvikur, Jökulfjarða, eða inn á Ísafjörð o. s. frv.

Ef brimbrjóturinn fengist, þá yrði á hinn bóginn lágur sjór, þegar inn á víkina kæmi, og þar þá því lendandi, eins og líka brimið hamlaði því þá mun síður, að á sjóinn yrði komist, að morgni, eða — réttara sagt — á nóttu, er sjóferðir hefjast nær einatt. En hvílíkt hagræði það væri, að geta þá látið vélarbátana liggja þar, og þurfa eigi að draga þá á land; verður eigi með orð um lýst.

Þegar á það er litið, að hér ræðir að eins um einar 20 þús. kr., þá er það og sízt fráfælandi upphæð, þegar litið er til þess, að í hlut á eitt af fiskauðgustu héruðum landsins, — hérað, sem landssjóður hefir líklega mestar — tekjur af, að Reykjavík einni undanskilinni.

Þá má og enn fremur lita á það, að í kjördæminu, sem hér á hlut að máli, þ. e. Norður Ísafjarðarsýsla, hagar svo til, að þar eru engar flutningabrautir; og engir þjóðvegir, nema ofur lítill spölur í alls eiuum hreppi, Nauteyrarhreppi, þ. e. póstleiðin yfir Þorakafjarðarheiði; né heldur er þar um brúargerðir að ræða.

Kjördæminu yfir höfuð ekki lagt neitt úr landesjóði, er teljandi sé, nema styrkur til gufubátsferða. En þess styrks nýtur og Eyjafjarðarsýsla, og aðrar sýslur nyrðra.: en fá svo — auk þess — fé úr landssjóði, er tugum, þúsunda skiftir: til flutningabrauta, þjóðvega, eður og sem stuðning til sýsluvega. Og þegar þær sýslur eiga í hlut, þá er ekki horft í 50, 60, eða jafnvel 70 þús. kr., ef brúa þarf eina á.

En þó að sú nauðsyn sé brýn, þá er hin nauðsynin þó sannarlega enn rákari, að styðja að brimbrjótinum í Bolungarvík, því að engin brú á landinu mun svo fjölfarin, að ekki reynist þeir þó margfalt fleiri, sem lendingu þurfa að leita í Bolungarvík.

Kjósendum, mínum datt annars ekki í hug, að það gæti valdið mótspyrnu, þó að þeir sæktu til þingsins um 40 þús kr. Eg hefi þó ekki farið svo langt, en að eins farið fram á helminginn af þeirri upphæð, — vissi hitt ekki til neins, eftir hljóðinu, sem eg heyrði í ýmsum þingmönnum — ekki sízt flestum háttv. fjárlaganefndarmönnum —, og eftir undirtektum á fyrri þingum. Hitt ætlast eg þá til, að héraðsbúar leggi sjálfir fram, enda treysti því að þeim verði þá og betur til hjá þinginu, og því hefi eg þá einnig farið fram á, að þeir fái þann helminginn (20 þús kr.) lánaðan úr viðlagasjóði, með viðunanlegum kjörum, þ. e. 6% í vexti og afborgun 3. 28 ár.

Eg tel héraðsbúum það og ekki ofætlun, að geta borgað vexti og afborganir af láni þessu, þar sem lendingarsjóður þeirra fær yfir tvö þúsund króna árlegar tekjur, enda veit eg að þeim Verður það ljúft, þar sem um lífsnauðaynja-fyrirtæki ræðir, en landesjóður æ sá, er í mörg hornin hefir að líta.

Eg vona nú, að eg þurfi ekki að mæla betur með þessum tillögum mínum. Háttv. framsm. (P. J.) tók yfirleitt fremur vel í þær, og þó að fjárlaganefndin hafi viljað fá atyrkinn, sem eg fór fram á, færðan niður um helming, og hafi og viljað, að héraðsbúar legðu tvöfalt fram gegn því, er þeir fengju úr landssjóðnum, vona eg þó, að henni sé það ekkert kappsmál, að tillögur minar séu feldar. Treysti eg því og, að þær fái, nauðsynjarinnar vegna, góðan byr í inni háttv. deild.

Þá er eg riðinn við aðra lítilfjörlega breytingartillögu á þgskj. 387, er fer í þá átt, að veittur verði 300 kr. styrkur í eitt skifti fyrir öll til Jakobs bónda Hagalínssonar á Hrafnfjarðareyri.

Hann hefir átt 21 barn með sömu konu, og eru enn 12 þeirra á lífi, þ. e. seg synir og seg dætur. Allir sjá því væntanlega, hve miklu þessi bláfátæki barnamaður og einyrki hefir orðið að barjast fyrir, og hve vel það væri gert og hve gaman það væri, að gleðja hann nú í ellinni með þessari litlu viðurkenningu, sem landssjóðinn munar eigi neinu.

Mestu barnamennirnir eru einatt einna nýtustu mennirnir í þjóðfélaginu, og leggja öðrum mest fram því til hagsmun að vissu leyti, er þeir annast uppeldi fjölda barna, þ. e. tilvonandi borgara þjóðfélagsins.

Má því furðu telja, að eigi skuli það föst venja, að þeir, sem eiga fyrir fjölda barna að sjá, skuli ekki fá einhverja viðurkenningu fyrir það, — skuli t. d. eigi njóta einhvers sérstaks styrks frá þjóðfélaginu, eða þá skatta-ívilnunar eða því líkt.

En svo fer því fjarri hér á landi, að þess munu enda færri dæmin, að séð verði, að niðurjöfnunarnefndirnar geri nokkurn verulegan mun á því, hvor alt líf mannsins — eiginmannsins og eiginkonunnar — er í raun og veru eigi annað, svo sem altítt er hér á landi og víðar, en óslitin þrælkun eða inning — þótt ljúf og unaðsleg sé — þjónustuskyldunnar af hendi fyrir aðra, þ. e. fyrir börnin (og þá og fyrir þjóðfélagið) — samfara þá og margvíslegri sjálfsafneitun á sjálfsafneitun ofan — eður viðkomandi lifir að eins til þess að sjá fyrir sjálfum sér og veita sér nautnir og unaðasemdir. En hvers virði er þá ekki uppeldi eins barns fyrir þjóðfélagið? hvað leggur ekki barnamaðurinn fram á móts við hinn, sem or einhleypur?

Það er því hverju þjóðerni sannarlega íhugunarefni, hvort ekki ætti einatt að leggja einhvern sér-skatt á hvern mann — karlmann eða kvenmann —, sem einhverju ákveðnu aldurstakmarki hefir náð, og enn hefir þó eigi gifst.

Fé, það er þannig gyldist, mætti þá og nota, ef sýndist, til þess að styrkja þá á einhvern hátt, sem – öðrum fremur — eiga fyrir fjölda barna að sjá.

Í sumum ríkjum Bandaríkjanna munu menn og þegar hafa stigið einhver sporin í þessa áttina, og ef til vill víðara, og því er eg í engum vafa um það, að sá tíminn kemur, er hér á landi verða og lög samin, er, í svipaða átt fara.

Þegar þess er gætt, að sú er og æ tilætlun hjúskaparins, að vér öflum oss þá og inna nánustu ástvinanna — og eigi er ætlandi að þess sé koatur, er jarðlífinu er lokið —1), þá er það og rétt, að löggjöfin gerir þá sitt til þess að örva til slíks á fyrgreindan hátt.

1) Um það er ræðumaðurinn (Sk. Th.) í al1s engum vafa, — lætur þess getið við yfirlestur og leiðréttingu ræðunnar,

Vel veit eg, að svara má að vísu, að öllum sé oss það ætlað, að vera æ hverir öðrum sem góðir bræður og systur, svo að síður skifti það þá máli, hvort sá eða sú hafi átt börnin.

En það er þó æ nánast, sem nánast er, og eigi þarf það að draga úr kærleika vorum til annara, og til allra — ætti að sjálfsögðu miklu fremur að örva til hans en hitt — þótt vér eignumst og þá, sem í hér um ræddum alsérstökum skilningi eru oss nánastir1).

Annars get eg eigi — jafnframt því er eg mæli sem bezt með styrkbeiðni minni til barnamannsins á Hrafnfjarðareyri — varist þess, að drepa á atvik (þótt svo eigi að vísu alls eigi að vera, þar sem um það ræðir, er í nefnd gerðist, og æ á að vera þagnarskyldu bundið), sem gerðust á fjárlaganefndarfundinum, er þessi tillaga mín var rædd þar, og feld — að því er mig minnir með öllum atkvæðum gegn atkvæði mínu einu. — En atvikin voru þá þessi:

Næsta tillagan, sem fjárlaganefndin ræddi — eftir það, er fyrgreind tillaga mín hafði feld verið — var önnur tillaga, er fór í nokkuð svipaða átt, nema hvað hún var að mun stórfeldari, þar sem í tillögu minni var að eins um það að ræða, að veita manni, sem aldrei hefir neins styrks notið úr landssjóði né á í vændum að njóta — 300 kr. í eitt skifti fyrir öll, en hér var um það að ræða, að veita prófasts-ekkju, þ. e. ekkju síra Jens heitins Pálssonar í Görðum, alþingismanns, 300 kr. á ári hverju meðan er hún lífir, til viðbótar við eftirlaun þau, er hún að sjálfsögðu nýtur að lögum, sem prestsekkjur aðrar hér á landi.

1) Deyi ættliður út, missist og margbreyti1eikinn, sem séreinkennin í ætt hverri skapa æ meiri og meiri, — getið við yfirlestur og leiðréttingu ræðunnar.

En nú brá svo við, er til atkvæða var gengið, að fjárlaganefndarmennirnir risu upp allir sem einn maður og greiddu atkvæði með eflirlauna-viðbótinni árlegu til prófastsekkjunnar.

Eg ætla mér og — af virðingu við prófastinn sáluga og í viðurkenningarskyni fyrir ævistarf hans — að greiða henni atkvæði. — En hins gat eg þó eigi varist, að benda háttv. samnefndarmönnum mínum þó þegar á það, á nefndarfundinum, hvað hér væri að gerast, og hvort þeim þætti þetta fallegt — eða rétt að farið

En — annað var bónda-veslingur, en hitt ekkjan prófastsins og alþingismannsins sáluga.

Eg vona nú, að háttv. deildarmönnum — og þá og fjárlaganefndarmönnunum sjálfum — fari þó alt öðruvís, er til atkvæða kemur hér í deildinni um oftnefnda tillögu mína, og fjölyrði svo eigi um hana frekara.

Þá skal eg enn víkja nokkrum orðum að breyt.till. frá háttv. þm. V.-Ísf. (M. Ól.), er fer í þá átt, að veita lán til símalagningar til Súgandafjarðar í Vestur-Ísafjarðarsýslu, og vil eg mæla sem bezt með henni, þar sem hér ræðir um einn af afskektustu hreppum landsins, en um hrepp, sem nú er þó í töluverð um uppgangi síðustu árin.

Háttv. framsm. fjárlaganefndar (P. J.) lagði á móti þessari breyt.till, og kvað fé það mundi reynast nægilegt. sem ætlað er til lána sýslufélögum alment til símalagninga; en það fé er þó svo óverulegt, að réttara er að greiða tillögu þm. V.-Ísf. atkvæði, eigi vissa að vera fyrir því, að Vestur-Ísafjarðarsýsla fái lánið til Súgandafjarðar-símana.