23.08.1913
Neðri deild: 42. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1727 í C-deild Alþingistíðinda. (1139)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Stefán Stefánsson:

Eg á hér eina litla brtill. á þgskj. 520, um að Veita 700 kr. f. á. til steinsteypubrúar á Þverá í Eyjafirði, þó ekki yfir 1/4 koatnaðarins Mér þykir ekki blása byrlega fyrir þessari brt., þar sem hv. framsm. jafnvel telur vafasamt, að hún megi koma til atkvæða. Það fæ eg með engu móti skilið. við 2. umr. var brt. um 800 kr. fjárveiting til þessarar brúar, án nokkurs skilyrðis, en nú er að eins farið fram á, að landssjóður veiti að eins alt að 700 kr., þó ekki yfir 1/4 byggingarkostnaðar til brúargerðarinnar. Fæ eg því ekki skilið annað, en að allir sjái, að hér er um alveg ólíkar brtill. að ræða, og neita því algerlega, að brt. mín komi í bága við þingsköpin.

Eg lýsti því við 2. umr., hvernig hér hagar til, og skal ekki endurtaka það. Að eins skal eg benda á, að síðan fræðslulögin komu í gildi, liggur leið skólaskyldra barna á allstóru svæði yfir þessa á, og er því óumflýjanlegt að brúa hana. Trébrú er ekki gerlegt að setja, því að hún mundi standa að eins um nokkur ár, þangað til hún væri orðin fúin og eyðilögð, og þannig endurtaka sig alt af sama sagan og sami kostnaðurinn.

En þetta er verk, sem margt mælir með að sé jafnt stutt af öðrum en þeim, sem beinlínis hafa hag af því í augnablikinu. Hér hagar svo til, að mikið til alt efni mun vera komið til brúarstæðisins, og til tals hefir komið, að verkstjóri, sá sem etendur fyrir brúargerðinni á flutningabrautaleiðinni frá Grund til Saurbæjar, segi einnig fyrir brúarsmíðinni á Þverá. Þess ber því að gæta, að úr því sem komið er, þá er ekki hægt að hrökkva eða hætta við brúarbygginguna, þar sem, eins og eg þegar hefi skýrt, að efnið er komið á brúarstöðvarnar, og því öldungis óumflýjanlegt að byrja nú þegar á verkinu. Eg skal játa, að þetta er ekki stórt vatnsfall. Að jafnaði er hægt að fara yfir það á hestum hættulaust, en á sumum tímum árs getur það orðið að skaðræðis fljóti, sem ekki er fært yfir fyr en á eyrunum niður undir Eyjafjarðará.

Eg vona, að þetta mál eigi þau ítök

í mönnum hér í deildinni, að það fái að ganga til háttv. Ed. Hún getur þá ráðið niðurlögum þess, ef henni þykir það horfa þannig við.