08.07.1913
Neðri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 137 í C-deild Alþingistíðinda. (119)

17. mál, kennaraskóli Íslands

Ráðherann (H. H.):

Þetta frv. er komið fram samkvæmt óskum frá kennurum kennaraskólans, Samkvæmt bréfi þeirra dagsettu 4. Jan. 1913 ; þar óska þeir þess, að launakjörum þeirra verði breytt þannig, að . þau fari hækkandi, og eru færðar fyrir því ýtarlegar ástæður í erindi kennaranna, er væntanleg nefnd getur kynt sér. Að öðru leyti leyfi eg mér að vísa til athugasemdanna.

Eg finn ekki ástæðu til að taka meira fram um málið að sinni, en vil leggja til, að því sé, að lokinni fyrstu umræðu, vísað til launalaganefndarinnar.