29.08.1913
Neðri deild: 46. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1858 í C-deild Alþingistíðinda. (1212)

102. mál, einkaréttur til að vinna salt úr sjó

Framsögum. (Matthías Ólafsson):

Nefndin, sem hefir haft þetta mál til meðferðar, hefir tekið til greina að öllu leyti þær bendingar, sem hún fékk við 1. umræðu þessa máls. Brt. á þgskj. 611 gengur í þá átt, sem nefndinni var bent á. Nefndin hefir ekki afnumið gjaldið alveg, en hún hefir lækkað það að miklum mun. Hr. Páll Torfason hefir séð þessa tillögu nefndarinnar, og tjáð sig því ekki mótfallinn, þótt hann helzt hefði kosið að gjaldið hefði verið alveg afnumið.

Þetta mál fékk svo góðar undirtektir við 1. umræðu, að eg býst við, að það gangi umræðulaust fram nú. Ef mótmæli koma fram, þá mun eg segja nokkur orð.