05.09.1913
Neðri deild: 52. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2184 í C-deild Alþingistíðinda. (1440)

21. mál, íslenskur sérfáni

Einar Jónsson:

Eg þarf hér litlu við að bæta við það sem háttv. þm. V.-Ísf. (M. Ól.) sagði, því eg er honum samstæður í skoðunum. En það var út af ummælum háttv. 2. þm. Rvk., sem eg vildi leyfa mér að segja nokkur orð. Hann sagði, að sér hefði komið það undarlega fyrir sjónir að við nefndarmennirnir vorum ekki allir á einu máli. Mér kom það líka undarlega fyrir sjónir og því undarlegra þótti mér þetta nefndarálit, sem mér skildist svo, þegar um þessa breytingu var að ræða, að öllum virtist hún vera svo smávægileg, að það væri ekki ekki erfiðisins vert að fara að breyta þessum lögum hennar vegna. Hvort þetta sé sanngirniskrafa eða ekki, þá má lengi þræta um það. Í sumum tilfellum þá er þetta ákvæði heppilegt, en í öðrum tilfellum hættulegt og ranglátt. Þetta ákvæði var í byrjun sett inn í lögin til þess að koma í veg fyrir, að þurfalingum væri veitt ótakmarkað fé í dvalarsveitinni. Og þessi undanþága er í sumum tilfellum sanngjörn, en í öðrum aftur ósanngjörn.

Mér finst ósanngjarnt að veita framfærsluhreppi þessa undanþágu þegar um þurfaling er að ræða, sem ekki er flutningsfær og hefir unnið lengi í sinni framfærslusveit. En hitt finst mér aftur sanngjarnt, að veita framfærslusveitinni þessa undanþágu, þegar um mann er að ræða, sem framfærslusveitin hefir aldrei haft neitt annað en kostnað af, mann, sem aldrei hefir unnið neitt í sinni framfærslusveit, heldur að eins bakað henni kostnað.

Annars eru ýmsir sjúklingar tregir á að láta flytja sig, og mörg dæmi eru til þess, að sjúklingar hafa verið fluttir án læknisleysa og ekkert orðið meint við. En annars er erfitt að að setja reglur um það. Eg hefði líka helzt viljað, að nefndin hefði fylgt reglunni, sem leit út fyrir að hún ætlaði að hafa í fyrstu, að láta frumvarpið Vera eins og það var.

Að öðru leyti skírskota eg til þess, sem háttv. þm. V.-Ísf. (M. Ól.) sagði.