12.07.1913
Efri deild: 7. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 48 í B-deild Alþingistíðinda. (1530)

28. mál, ábyrgðarfélög

Ráðherra:

Jeg er hinni háttvirtu nefnd þakklátur fyrir hinar góðu undirtektir hennar í þessu máli. — Út af fyrirspurn hins hv. 1. kgk. (J. H)., vil jeg geta þess, að það hlýtur auðvitað í hverju einstöku tilfelli að vera sönnunaratriði, hvað lengi hvert felag hefur rekið hjer atvinnu. Að því er trygginguna snertir, þá hefur stjórnarráðið ekki viljað binda sig við neitt sjerstakt form. Auðvitað fer bezt á því, að hvert fjelag legði fram depositum, eftir því sem það kæmi sjer saman um við stjórnina, en bankaábyrgð eða tryggileg verðbrjef, verða að sjálfsögðu einnig tekin góð og gild. Stjórnarráðið verður í hverju einstöku tilfelli að ákveða, hvaða trygging geti talizt hæfileg og viðunanleg.