24.07.1913
Efri deild: 15. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 265 í B-deild Alþingistíðinda. (1716)

19. mál, eftirlaun handa Steingrími Thorsteinssyni

Sigurður Eggerz:

Umboðsmaður ráðh. (Kl. J.) óskaði þess, að þessi ummæli umsækjandans yrðu síðustu orðin í málinu. í raun og veru er jeg í nokkrum vafa um, hvort sjerstök ástæða var til þess, að leggja þessi ummæli fram.

Jeg tók það fram við 2, umr., að jeg áliti frv. nefndarinnar betra, það, sem jeg átti við með því, var það, að mjer finst, að þegar þingið vill fljetta lárviðarsveig, þá eigi ekki að vefja eftirlaununum um lárviðarblöðin, því þau eru þjóðinni ógeðfeld.

Við vitum ekki, nema skáldið vilji fremur heiðurslaunin; það hefur ekki verið að því spurt. Þingið á að hugsa um það eitt, að finna þá aðferð, sem er fallegust, bezt viðeigandi og skáldinu mestur sómi að. Og sú leið er hiklaust heiðursverðlaunin.

Frv. samþykt með 9 atkv. á móti 4 að viðhöfðu nafnakalli, eftir ósk þm. Björns Þorlákssonar, Jósefs Björnssonar og Hákonar Kristofferssonar.

Já sögðu: Steingr. Jónsson,

Einar Jónsson,

Eiríkur Briem.

Guðjón Guðlaugsson,

Guðm Björnsson,

Júlíus Havsteen,

Sigurður Stefánsson.

Nei sögðu:

Björn Þorláksson,

H. Kristoffersson,

Jósef Björnsson,

Sigurður Eggerz,

Jón Jónatansson og Þórarinn Jónsson greiddu ekki atkvæði og töldust því með meiri hluta.

Frumv. þá afgr. til ráðherra sem lög frá alþingi.