30.07.1913
Efri deild: 19. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 344 í B-deild Alþingistíðinda. (1776)

93. mál, hallærisvarnir

Guðjón Guðlaugsson:

H. kgk. þm. (Júl. Hav.) sýndi fram á það, að allir hefðu haft nóg til matar 1882, og að ofan á það hefði bæzt, að rekið hefði í Húnavatnssýslu 40 hvali, er menn hefðu ekki getað jetið upp, og kemur þetta algerlega heim við það, er jeg sagði áður að þá hefðu allir haft nóga fæðu. En hvernig stæðurn við nú, ef við fengjum samskonar árferði og var 1882 ? Eru kringumstæður vorar eins góðar? Þá var ekki komin á skuldakreppa sú, er nú er lögst á bændurna, og nú er ekki hægt að vonast eftir, að hvalreki verði, því nú er búið að eyða hvölunum. Þetta vita allir. Við getum þessvegna ekki þolað annað eins ár aftur, við erum ekki eins vel undirbúnir.

Árið 1882 kom hláka í Strandasýslu um einmánuð. og var þá víða nóg jörð. til útbeitar um veturinn, og þorri var allur góður. Þetta er mjer vel kunnugt, því eg var þá farinn að hugsa um framtíðina, og vann þá ýmist að jarðabótum, heyskap, sjómensku eða almennri vinnu í sýslunni, vann að ötlu nema skrifstofustörfum. og kyntist því þessu vel.

Jeg þykist vita, að h. 6. kgk. þm. (G. B.) datt ekki í hug, að benda neinu til h. 1. kgk. þm. (Júl. Hav.) í sambandi við embættisfærslu hans. (G. B, Mjer datt það ekki í hug) og veit líka, að hann hefur þá fylgzt vel með í stórum hluta landsins. En hann hefur ekki lagt nógu vel niður fyrir sjer muninn, sem orðinn er á búnaðarháttum; en máske má segja, að það sjeu sjálfskaparvíti. Ef rigningin, sem nú hefur altaf verið hjer, heldur áfram, og svo kemur harður vetur (Sig. Stef.: Þá er að setja vel á), þá getur orðið fellir ef ekki er komið í veg fyrir alt of djarfa ásetning.

Jeg fór að búa 1883 og flutti að Ljúfustöðum 1887. Jeg tel ekkert af þessum árum eins hart og 1882, en sumir hjer syðra telja 1881 harðara, en það voru harðindi ár eftir ár, og menn voru svo illa undirbúnir, að menn þoldu þau ekki. Það voru jagandi harðindi 1883–87, og skepnur fjellu víða niður eða varð að drepa þær. Efnahagur manna versnaði því á þeim árum, en í rauninni var ekkert árið líkt því eins hart og 1882, en af því það byrjaði á að lama efnahaginn,. þá þoldu menn ekki seinni árin, og því ver sem lengra leið.