08.08.1913
Efri deild: 26. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 475 í B-deild Alþingistíðinda. (1870)

29. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Sigurður Stefánsson:

Jeg get ekki öðruvísi talað, en að mjer finst það vera eðlilegt, að hv. þm. Barð. (H. K.) kæmi fram með þessa brtill., því það er ávalt svo, að þegar skriða er farin að renna, þá sópar hún meiru eða minna með sjer, og stækkar á leiðinni. Þessi símalína er, eins og allir vita, ein hin arðmesta fyrir landssjóðinn, og jeg vænti þess, að fleiri samskonar tillögur komi jafnvel á þessu þingi, að minsta kosti á næstu þingum, ef gengið er inn á þessa braut. Jeg tek þetta ekki fram af því að jeg sje með brtill.

Það, sem mjer þykir verst við þetta, er að þegar búið er að slá einhverju principi, fóstu þá er strax byrjað á því, að fara að rugla í því, eins og gert var á síðasta þingi með ritsímalögunum. Þetta gerir löggjafarhorfið í hinum þýðingarmestu málum alt að tómum hjegóma, og sýnir stakt stefnu- og staðfestuleysi. Og það er ekki eingöngu í símamálum, er bólar á þessu. Vegalögin eru t. d. ung, og þó er verið að hræra í þeim á hverju þingi alveg gagnstætt stefnu þeirra.

Þótt arðsemi Siglufjarðarsímans mæli nú með því, að hann sje settur í 1. flokk, þá ber að líta á það, að þessi arðsemi er eingöngu komin undir því, að síldarafli þar framvegis verði jafnmikill og verið hefur, er þetta er mjög komið undir árferði og getur hæglega breyzt. En breytist það, þá er alt búið og símaálma þessi orðin mjög tekjurýr. Alt öðru mál er hjer að gegna um Patreksfjarðarsímann, þar er skipagangur einna mestur á landinu, og ekki unt að hugsa sjer, að það breytist á meðan fiskiveiðar verða stundaðar hjer við land, bæði af landsmönnum sjálfum og útlendingum. Jeg er því femur með þeirri símalínu en Siglufarðarálmunni, en jeg greiði þó atkvæði móti þeim báðum.