25.08.1913
Efri deild: 38. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 698 í B-deild Alþingistíðinda. (2058)

94. mál, kosningar til Alþingis

Hákon Kristoffersson framsögum.:

Jeg get verið stuttorður um frv. að þessu sinni. Það mætti nokkrum andmælum við síðustu umr., en nefndin hefur nú reynt að bæta úr þeim annmörkum, sem þá var helzt fundið að. Jeg vil þakklátlega minnast þess, að háttv. 2. þm. N.- M. hefur verið nefndinni hjálplegur við þessar lagfæringar. Nefndin hyggur, að frumv. sje til talsverðra bóta, og vonar því, að það gangi nú mótmælalaust gegnum deildina.