02.09.1913
Efri deild: 44. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 755 í B-deild Alþingistíðinda. (2122)

40. mál, hagur Landsbankans

Jósef Björnsson:

Jeg verð að mæla fá orð sökum þess, að stungið hefur verið upp á að taka málið út af dagskrá. Jeg verð alveg að afbiðja, að málið sje tekið af dagskrá. Það þarf ekki mín vegna, sökum þess að jeg sje svo lasinn; það er og ekki víst, að jeg verði frískari á morgun en í dag, og jeg tek upp á mig alla ábyrgð af geðshræringum þeim, sem jeg kann að komast í og háttv. þm. Strand. (G. G.) bar kviðboga fyrir, og bið jeg mjer þar engrar vægðar.