03.09.1913
Efri deild: 45. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 757 í B-deild Alþingistíðinda. (2129)

110. mál, heimild til að veita einkarétt til þess að vinna salt úr sjó

Hákon Kristoffersson:

Jeg get tekið í sama streng sem háttv. þm. Isaf. (Sig. stef.), að hjer er um tilraun að ræða, sem er óþekt hjá oss, og finst mjer þingið ætti að taka vel í málið, og það því fremur, þar sem leyfishafinn fer ekki fram á neinn styrk úr landssjóði til að framkvæma tilraun sína, sem getur orðið landinu til mikils gagns, ef hún hepnast, en hepnist hún ekki, þá á leyfishafinn einn alt í hættu, ef illa fer. Þegar þetta er athugað, sýnist öll sanngirni mæla með því, að málið fái að ganga fljótt fram og mótstöðulaust.