06.09.1913
Efri deild: 48. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 916 í B-deild Alþingistíðinda. (2189)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Júlíus Havsteen:

Persónulega er jeg því ekki mótfallinn, að konsúlum sje leyft að flytja inn til sín áfengi, en jeg er það ekki af sömu ástæðu og h. 5. kgk., að það sje nauðsynlegt, vegna þess að þeir sjeu vanir við það, því það eru svo margir hjer, sem eru vanir að neyta áfengis. En það er af annari ástæðu, að jeg er þessu meðmæltur, og það er af því, að þessir menn, sem hjer er um að ræða, hafa nokkurskonar „exterritorialitetsrjett“, og af því að jeg vil sýna löndum þeim, sem þeir eru frá, alla kurteisi. En það er 2. grein frumvarpsins, sem jeg ætla að snúast á móti.

Þessi grein á að vera bót á lögunum um áfengisaðflutningsbannið, en ef það á að fara að setja þessa bót á lögin, þá þarf margar aðrar bætur á þau að setja, því lögin eru full af vitleysum. Það þarf ekki annað en að benda á 2. gr. laganna, sbr. 8. gr. í 2. gr. eru taldir þeir menn, sem mega flytja inn áfengi, og eru á meðal þeirra prestar og smáskamtalæknar, en í 8. gr. er sagt, að þeir megi ekki láta það af hendi, nema það sje fyrst gert óhæft til drykkjar. Þetta eru alveg óhæfileg lög. 5. gr. er sagt, að skipstjóri skuli segja eftir sjálfum sjer, ef hann hefur vín meðferðis fram yfir það, sem lög leyfa, en hvernig getur maður heimtað, að nokkur maður segi eftir sjálfum sjer. Og svo er gerður þessi undarlegi munur milli manna alment annars vegar, og vínveitingamanna og vínsala hins vegar. Eftir Iögunum mega menn alment, sem eiga eitthvað til af áfengi, þegar 1. jan. 1915 rennur upp, neyta þess þangað til það er búið, en víuveitingamenn og vínsalar, sem sviftir eru atvinnu sinni, eiga innan árs frá nefndum degi að vera búnir að flytja alt vín, sem þeir eina eftir, burt af landinu. Annars verður alt tekið af þeim. Jeg skal svo ekki þreyta menn með fleiri dæmum af þessu tagi, en vil aðeins nefna 12. og 13. gr. Í 13. gr. er sagt, að sjáist maður ölfaður, skuli leiða hann fyrir dómara, og á haun þá að segja til, hvar hann hafi fengið vínið. Í 12. gr. er leyft að gera húsrannsókn hjá manni, ef grunur fellur á hann um að hafa veitt áfengi. Nú segir fyllirafturinn, sem leiddur var fyrir dómara, að þessi eða þessi maður hafi veitt sjer vinið, og það má þegar gera húsrannsókn hjá þessum manni. Til hvers er svo verið að setja þessa bót á lögin? Það er þá rjettara að taka lögin alveg til endurskoðunar, en allra helzt ætti að afnema þau sem allra fyrst. Jeg skal að lokum geta þess, að jeg mun koma fram með brtill. við 3. umr., snertandi 2. gr. frv.