06.09.1913
Efri deild: 48. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 939 í B-deild Alþingistíðinda. (2206)

75. mál, landssjóður leggi Landsbankanum til 100 þúsund

Eiríkur Briem, frsm.:

Háttv. 3. kgk. þm. (Stgr. J.) spurði, hvaða áhrif þetta frv. hefði á lánstraust landsbankans. Jeg sje ekki, að það hafi veruleg áhrif á það, því að lánið er fengið á ábyrgð landssjóðs. Og að því, er snertir lánstraust landsbankans, sje jeg ekki annað en að það hljóti að aukast, er landssjóður leggur þetta inn sem nokkurskonar hlutafje.

Háttv. þm. (Stgr. J.) vill veita fje til tveggja afborgana, en þá yrði að . gera nýjar ráðstafanir í þessu efni 1915, og sagði, að það þyrfti að gera ýmsar ráðstafanir um að tryggja áhrif landstjórnarinnar á hag bankans. Þar til er að svara, að það er hægurinn hjá að gera það, því að bankinn er að öllu leyti eign landsins. Þingið getur því sett lög um það efni, eins og því hentast þykir. Ef landssjóður hleypur ekki undir bagga, er er ekki annað fyrir hendi, en Landsbankinn verður að minka rekstursfje sitt um 100 þús. kr., og því minka útlánin og þessi skerðing á þeim veg allt af á hverju ári í 20 ár. Að þessu leyti kemur það hart niður á almenningi, ef frv. yrði samþykt, og útlánin yrðu minkuð. Jeg sje ekki neina ástæðu til að snúast gegn frumvarpinu.