08.09.1913
Efri deild: 49. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 959 í B-deild Alþingistíðinda. (2244)

35. mál, ný nöfn manna og ættarnöfn

Jósef Björnsson, framsm.:

Eins og tekið er fram í nefndarálitinu, hefur neðri deild gert allmargar breytingar á þessu frumvarpi frá því, sem samþykt var hjer í deildinni. Þessar breytingar eru flestar smávægilegar, og ætla jeg ekki að tefja deildina á því, að tala um þær, sem eru að eins orðabreytingar. Nefndin hefir gert grein fyrir því í áliti sínu, að hún telji flestar breytingarnar fremur til skemda en bóta, en flestar hafa þær litla þýðingu. Efnisbreytingarnar eru að eins tvær. Önnur sú, að gjaldið fyrir leyfisbrjef er hækkað úr 5 upp í 10 kr. Þessi hækkun virðist nefndinni vel hafa mátt vera ógerð, en vill þó ekki gera þetta að ágreiningsatriði milli deildanna, nje láta málið stranda á þessu. Hin efnisbreytingin er sú viðbót, að í bókaskrám skuli ekki farið eftir sömu reglum og í óðrum opinberum skrám. Þetta finst nefndinni óheppilegt, en vill þó heldur ekki gera það að ágreiningsatriði, og leggur hún því til, af frumvarpið verði samþykt óbreytt.