09.09.1913
Efri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1056 í B-deild Alþingistíðinda. (2306)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Sigurður Eggerz:

Jeg er mótfallinn því, að frv. sje tekið út af dagskrá, og málinu er stofnað í hættu, ef slíkt er gert, þar sem þingtíminn er orðinn svo naumur, að hætt er við, að það dagi uppi, ef 2. umr. er frestað. Jeg mótmæli því, sem sagt, að málið sje tekið af dagskrá.