10.09.1913
Efri deild: 51. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1103 í B-deild Alþingistíðinda. (2335)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti:

Samkvæmt 61. gr. stjórnarskrárinnar á að rjúfa þing þegar í stað, er stjórnarskrárbreyting hefur verið samþykt, og ef stjórnarskrárbreytingin verður samþykt nú, ætti að rjúfa það áður en fjárlögin hafa verið samþykt. En jeg vildi spyrja hæstv. ráðherra, hvað honum lízt um þetta mál.