10.09.1913
Efri deild: 51. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1103 í B-deild Alþingistíðinda. (2336)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Ráðherra:

Mjer kemur þessi spurning á óvart. Til þessa hefur það ekki verið venja að rjúfa þing í sömu svipan, er stjórnarskrárbreyting hefur verið samþykt, enda voru engin tök á því, er sími var enginn til landsins, svo að það varð ekki náð til konungs. Ekki var þingið 1911 heldur rofið þegar eftir að samþykt var stjórnarskrárbreyt. Og jeg ætla að eiga undir því, að jeg verði ekki dreginn fyrir landsdóm, þó að jeg enn fresti þingrofi, þar til er jeg fer á konungsfund.