10.09.1913
Efri deild: 51. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1104 í B-deild Alþingistíðinda. (2337)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti:

Hjer er um bein og skýr lagaákvæði að ræða, og jeg tel það brot á stjórnarskránni, ef þing er ekki rofið nú þegar, hvað svo sem venju frá fyrri tíð líður. En ef hæstv. ráðherra álítur öllu óhætt, þó gengið sje í bága við þau, er nokkuð öðru máli að gegna.