11.09.1913
Efri deild: 52. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1120 í B-deild Alþingistíðinda. (2377)

93. mál, hallærisvarnir

Sigurður Stefánsson:

Jeg get tekið undir það með h. 6. kgk. þm. (G. Bj.), að frv. er nú komið í betra horf en áður, og að þeir, sem hugdeigastir voru við það við fyrri umr., geti nú fremur aðhylzt það, einkum þar sem nefakatturinn er afnuminn, sem jeg bar kvíðboga fyrir að mundi verða mjög óvinsæll. Nú hefur þessu verið breytt og kipt í það horf, er jeg felli mig betur við. Jeg er raunar á því, að það hefði verið sanngjarnara, að lækka ekki eins mikið og leggja hins vegar ekki þetta gjald á hvert barn, undir eins og það er fætt í heiminn, en láta alla, t. d. innan 15 ára, vera undanþegna gjaldinu. Það mátti ná sama marki með því móti, að hafa aðeins gjaldið dálítið hærra á hverjum einstaklingi. En mjer þykir það ekki þess vert að gera þetta að ágreiningsatriði og að kappsmáli og greiði því frumvarpinu atkvæði.