12.09.1913
Efri deild: 53. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1153 í B-deild Alþingistíðinda. (2423)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Jósef Björnsson; Þótt jeg vilji ekki efast um, að hæstv. ráðh. standi við þau orð, er hann viðhafði um framkvæmd laganna, þá get jeg ekki felt mig við frv., eins og það er, og jeg áður hef tekið fram. Mjer finst sá skilningur, sem hann sagði, að hann legði í frv., ekki heimilaður í frv., og því gjöri jeg lítið úr þeim skilningi, og vil ekkert á honum byggja. Jeg get ómögulega greitt atkv. með ákvæðinu í 2. gr., sem leyfir sendiræðismönnunum, að taka við áfengi úr skipi og flytja það í land, þar sem öllum óðrum er bannað það, og finst þetta svo óaðgengilegt, sem verið getur. En nú hefur komið fram brtill. frá hv:

þm. N.Mýlinga um að setja þessa gr. í samband við bannlögin sjálf og sýnist mjer sú brtill. til bóta og gera málið aðgengilegra, verði hún samþykt.