01.07.1913
Sameinað þing: 1. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (2457)

Þingsetning í sameinuðu þingi

Jóhannes. Jóhannesson (frsm. 1. deildar):

Deildin hafði til meðferðar kjörbrjef þeirra Magnúsar Kristjánssonar, þm. Akureyringa og Kristins Daníelssonar, 2. þm. Gullbr: og Kjósarsýslu, skoðaði tjeð kjörbrjef og útdrætti úr kjórbókunum og hefur ekkert við það að athuga.

Jeg legg því til fyrir deildarinnar hönd, að kosningar þessar verði teknar gildar. Voru kosningarnar þar næst samþyktar með öllum greiddum atkvæðum.

Tveir hinna nýkjörnu þingmanna, þeir Hákon Kristoffersson og Guðmundur Eggerz, höfðu eigi setið á þingi áður, og unnu þeir eið að stjórnarskránni.

Var þá kosinn forseti sameinaðs þings og hlaut kosningu Jón Magnússon, þm. Vestmannaeyinga með 20 atkvæðum. Lárus H. Bjarnason, 1. þm. Reykvíkinga fjekk 18 atkvæði, 2 seðlar voru auðir.

Hinn nýkjörni forseti tók þá þegar að gegna forsetastörfum, gekk til sætis og ávarpaði þingið svofeldum orðum: