09.09.1913
Neðri deild: 55. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2337 í C-deild Alþingistíðinda. (2580)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Forseti (M. A.):

Mér hefir verið afhent svo hljóðandi tillaga til rökstuddrar dagskrár frá háttv. 1. þingmanni Rvk. (L. H. B.):

Neðri deild Alþingis skírskotar til rökstuddrar dagskrár sinnar 13. Ágúst f. á. og telur það jafnframt mjög aðfinsluvert, að landstjórnin leið innflutning áfengis til Akureyrar í September fyrra ár og aftur til Stykkishólms í Júní þ. á., jafnvel áfengis, er fáanlegt var og er í landinu.

Þó að landstjórnin hafi eigi framfylgt aðflutningsbanninu sem skyldi, telur deildin nauðsynlegt, að bannlögin verði reynd, en ábyggileg reynsla fæst því að eins um lögin, að þau fái að standa í óröskuðu gildi hæfilega lengi fram yfir 1. Janúar 1915.

Fyrir því tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá og felur stjórninni jafnframt framkvæmd bannlaganna til rækilegrar gæzlu.

Eg mun verða við óskum háttvirts þingmanns um að bera tillöguna upp að lokinni umræðu, og er það samkvæmt þingsköpunum og þeirri venju, sem komin er á.

Aftur á móti ber eg ekki tillöguna upp í tvennu lagi; eg álít ekki heimild til þess í þingsköpunum.