09.09.1913
Neðri deild: 55. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2350 í C-deild Alþingistíðinda. (2586)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Ráðherrann (H. H.):

Má eg að eins benda á það, að þetta atriði, sem háttv. 1. þm. S -Múl. (J. Ól.) tók fram, að það hafi fylgt í úrskurði stjórnarráðsins, að vínið skyldi flytjast tollfrítt, staðfestir enn betur það er eg hefi sagt um skilning stjórnarráðsins á þessu. Það sýnir, að stjórnarráðið hefir verið fullkomlega sjálfu sér samkvæmt í þessu máli. Ef það hefði heimtað toll, þá hefði það skoðað vöruna sem flutta inn í landið. en einmitt það, að enginn tollur var heimtaður, sýnir að það taldi alls ekki vera um neinn innflutning að ræða í tekniskum skilningi. Eg þakka inum háttv. þm. fyrir, að hann hefir bent á þetta; það skýrir málið vel, og ætti að vera hvöt fyrir háttv. deildarmenn til þess að blanda sér ekki með samþykt á þessari rökstuddu dagskrá inn í lagaskýringar Það hefir aldrei verið heimtaður tollur af herskipum eða mælingaherdeildum, vega þess sama skilnings á afstöðu þeirra sem hefir ráðið úrskurði stjórnarráðsins um þessi tvö nú umræddu atriði.