11.09.1913
Neðri deild: 57. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2387 í C-deild Alþingistíðinda. (2620)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Ráðherrann (H. H.):

Eg finn ekki ástæðu til að svara háttv. 1. þm. Rvk. (L. H. B.) mörgu. Eg get auðvitað ekki svarið, að mín breytingartill. gangi fram í efri deild, eg hefi engin ráð yfir atkvæðum manna; en eg tel það mjög líklegt og hefi fyrir hví ástæðu. En eg vísa til baka þeim ummælum, sem þingmaðurinn beindi að nafngreindum manni í efri deild. Eg veit með vissu, að hann muni ekki greiða atkv. móti báðum tillögunum. Fyrir mér er aðalatriðið, að sýna kurteisi þeim útlendu ríkjum, sem hingað senda fulltrúa sína. Hér er um atriði að ræða,. sem engum er til tjóns. Eg vil ekki miða innflutning sendiræðismanna við þarfir eins einstaks manns. Mér er ekkert kappsmál, hvor tillagan er tekin, en eg tel það miklu heppilegra, samkvæmara réttri hugsun og fyrri gerðum þessarar deildar í málinu, að mín breyt. till. verði samþykt.