11.09.1913
Neðri deild: 57. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2392 í C-deild Alþingistíðinda. (2626)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Ráðherrann (H. H.):

Háttv. þm. Dal. (B.J.) sagði, að þetta mál kæmi ekki bannlögunum við. Víst kemur það bannlögunum við. Þessir menn eru undir þeim meðan þeir eru hér og þurfa því undanþágu frá þeim með lögum, fyrst hún var ekki frá upphafi veitt á sama hátt og undanþága frá tolllögum alt af hefir verið veitt.

Það sem háttv. 1. þm. Rvk. (L. H. B.) tók fram í fyrra dag, að þeir sem exterritorialrétt hafa, þyrftu líka undanþágu frá bannlögunum, er hina vegar hreinn misskilningur. Hvernig eiga þeir að þurfa undanþágu, sem undir engum kringumstæðum eru undir bannlögunum? Ef herskip eða flotadeildir annara ríkja koma hingað til lands, hvernig á að banna þeim að ráðatafa forða sínum hér við landið sín á milli eftir vild ? Ef t.d. Þýzkalandskeisari kæmi hingað og færi til Þingvalla með nesti sitt, ætti hann þá að fá undanþágu frá bannlögunum ?

Nei, vald Alþingis nær ekki til slíks. Þar er annað vald, annar réttur, alþjóðareglur að baki og í þeirra skjóli eru slíkir menn fyrir vorum innlendu matarhæfisþvingunum.