28.07.1913
Neðri deild: 20. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 458 í C-deild Alþingistíðinda. (351)

3. mál, fjáraukalög 1912 og 1913

Ráðherrann (H. H.):

Eg skal vera stuttorður, eins og hv. framsögum. (P. J.). Yfirleitt getur stjórnin verið ánægð með undirtektir hv. fjárl.nefndar undir þetta frv., og er sérstaklega að athuga það, að þótt hún leggi til. að kippa burtu einstökum liðum, þá er það ekki til þess að fella þær fjárveitingar, heldur að eins að færa þær til. En um inn helzta af þeim liðum, pósthúsviðbótina, er það að segja, að eg get ekki séð að það sé rétt að færa þá upphæð aftar í fjárlögin fyrir 1914–1915, og þess vegna gladdi það mig að heyra, að háttv. fjárlaganefnd er ekki sú tillaga föst í hendi. Eg er alveg sannfærður um það, að það verður meira en nóg við peningana að gera á næsta fjárhagstímabili, þótt ekki séu allar stórupphæðir látnar bíða þangað til. Hins vegar höfðum við nú nóg fé til þess á yfirstandandi fjárhagstímabili, og ef þessi liður kemst á fjáraukal , þá ætti enginn vafi að vera á því, að byrjað verður ú byggingunni þegar fyrir nýár. Ella er ekki hægt að byrja fyr en eftir nýár, og það tefur fyrir verkinu, sem er bráðnauðsynlegt, og fjárhæðin sú sama, hvort sem er. Þar sem ekki verður unnið að steinsteypu aðal-vetrarmánuðina, nema í alveg óvenjulegu árferði, og verkið því sennilega mundi tefjast til næsta vors, ef ekki verður byrjað á því bráðlega, þá vil eg fyrir mitt leyti mikillega mælast til þess, ef nefndin sér sér fært, að hún haldi ekki fram þessari br.till. sinni, heldur verði þessi liður látinn halda sér í fjáraukalögunum. Sama er að segja um fjárveitinguna til gagnfræðaskólans á Akureyri; samkv. upplýsingum, sem stjórnarráðið hefir fengið, er óhjákvæmilegt að gert verði við húsið, og það sem fyrst.

Þá er einn liðurinn, sem háttv. fjárlaganefnd vill stryka út, styrkurinn til Vífilsstaðahælisins til þess að eignast Röntgens-áhöld. Mér þykir illa farið, að háttv. nefnd skuli leggja þetta til. Það er alt af að verða meira og meira viðurkent, að þessi áhöld séu alveg bráðnauðsynleg fyrir hvert brjóstveikrahæli, ef vel á að Vera. (Lárus H. Bjarnason: Verða sett inn í fjárl með samþykki læknisins). Jæja, gott er það, en eg vil geta þess, að þótt keypt verði Röntgensáhöld handa háskólanum, þá hefir heilsuhælið þeirra ekki not. Það er ekki hægt að flytja menn þaðan hingað dauðveika, þegar kann að þurfa að skoða þá. verkfærin verða að vera á staðnum þar sem á að nota þau.

Viðvíkjandi öðrum br.till. skal eg geta þess, að mér þykir vænt um að sjá að hér hefir verið bætt inn endurgreiðslu til Rángárvallasýslu fyrir framlag til Garðsaukasímans. Það er eins ástatt með hann og 2 aðra símaspotta, sem standa í frv. stjórnarinnar. Auðvitað hefir þingið gengið út frá því í fyrra, að Rangárvallasýsla fengi þessa upphæð, en legði aftur fram tillag til Víkursímans að sínum hluta, og Vestmannaeyjar sömuleiðis. Mundi stjórnin hafa komið fram með viðaukatill. um endurgreiðsluna, ef hv. nefnd hefði eigi gert það.

Um þá till. að fresta heimild stjórnarinnar til þess að selja prestaskólahús ið, skal eg ekki fara mörgum orðum, en þó finst mér sú br.till. óþörf. Sjórninni ætti að vera trúandi til þess, að selja ekki húsið, nema fyrir viðunanlegt verð.

Þá á eg hér eina viðaukatill. á þgskj. 197, þess efnis, að bætt verði við 200 kr. styrk til dýralækninganáms. Háttv. deild er ef til vill kunnugt um það, hvílík vanhöld hingað til hafa orðið á þeim mönnum, sem landið hefir styrkt til þessa náms. Þeir hafa helzt úr lestinni, hver eftir annan, svo að enn eru ekki nema 2 dýralæknar á öllu landinu, og svo er einn við nám, sem allar líkur eru til að taki próf næsta sumar. Hinn, sem styrkinn hafði í fyrra, hefir nýlega gefist upp. Það er því laust annað nemendapláss það, sem styrkurinn er veittur til í fjárlögum, en hitt losnar vænt anlega um Júlí byrjun næsta ár. Nú hafa boðist til þessa náms 2 ungir og efnilegir menn, sem báðir hafa gengið í mentaskólann — annar hefir 4., en hinn 5. bekkjar próf —, og hafa, sýnt vottorð sín, og eru miklar líkur til að þeir muni ljúka náminu. Auk þess hafa aðatandendur þeirra beggja, sem eru áreiðanlegir og efnaðir menn, undirgengist það, að endurgreiða alt það, sem þeim kynni að verða veitt í þessu skyni, ef þeir skyldu hætta við nám af ástæðum, sem þeim eru ekki ósjálfráðar. Það skilyrði fann stjórnarráðið sig knúð til að setja, sökum inna sífeldu vanhalda, sem átt hafa sér stað í þessu. En nú er ekki hægt að veita nema öðrum þeirra styrk þegar í stað, nema viðbót fáist fyrir tímann frá því í haust, til Júníloka næsta ár. Þess vegna hefi eg komið fram með þessa viðaukatillögu. Sá af umsækjendum, sem eldri er og meira hefir numið, hefir þegar fengið loforð fyrir styrkupphæð, þeirri sem til er. En hinn, sem líka er efnilegur piltur, hefir óskað að fá styrkinn nú þegar, því að annars missir hann eitt ár frá námi. Þetta yrði ekki til þess, að auka útgjöldin, heldur að eins flýta þeim, og það flýtti um leið fyrir námi þessa manns, svo að hann ætti að geta komið ári fyr að gagni, ef hann gæti byrjað nám strax 1. Sept. í haust. Hér er ekki um neinar stórupphæðir að ræða, en hins vegar samkvæmt vilja þingsins hingað til, að styðja að því að dýralæknum geti fjölgað. Eg hefi að vísu heyrt sagt, að okkur ætti að nægja 4, einn í hvern landsfjórðung, en það liggur í augum uppi, að ekki veitir af að hafa að minsta einn til vara, ef einhver hinna félli frá. Eg vil því mæla ið bezta með þessari till. Um aðrar br.-till. skal eg ekki tala, eg er þeim fyllilega samþykkur.