05.07.1913
Neðri deild: 4. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 44 í C-deild Alþingistíðinda. (43)

13. mál, vörutollur

Ráðherrann (H. H.):

Eg skal vera mjög stuttorður. Jafnvel þótt eg áliti að sem minst beri að hreyfa við þessum lögum þangað til þau hafa sýnt sig betur í framkvæmdinni, er hér farið fram á dálitla tilfærslu milli flokka. Á þinginu síðast var undinn svo bráður bugur að þessum lögum, að ekki var unt að hugsa nákvæml. öll smá atriði, svo að síðan hefir komið í ljós, að einstaka vörutegundir hafa orðið of hart úti. Og það svo, að á sumar tegundir, þær ódýrustu, verka lögin eins og aðflutningsbann. Gjaldið á sumum vörum, sem ekki verður án verið, verða að nýjum aukaskatti á sérstaka atvinnuvegi, sem nógu þungar byrðar bera áður. Eg nefni t. d. segldúk og striga og mottur til fiskiumbúða. Það er farið fram á að þessar vörutegundir og nokkrar aðrar verði taldar í 2. lið 1. gr. vörutollslaganna, þar sem gjaldið er lægra. Hefilspænir og sag urðu áður að teljast til þeirra vörutegunda, sem alment gjald var af, kr. 1,50 á 50 kg., en eins og allir sjá, er það óhæfilega hátt gjald á jafn verðlitla vöru.

Það má vel vera., að ástæða Sé til að eitthvað fleira verði fært á milli flokka. En eins og eg tók fram, hygg eg að réttast sé að breyta sem minstu í lögunum þangað til það kemur betur í ljós, hvernig þau reynast og hve mikið tollurinn gefur af sér.