01.08.1913
Neðri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 649 í C-deild Alþingistíðinda. (451)

82. mál, sala hjáleigunnar Mosfellsbringna í Mosfellssveit

Ráðherrann (H. H.):

Eg get ekki skilið, að þetta mál eigi neitt erindi inn á þingið; mér virðist það eingöngu til þess að tefja tíma þingsins að ræða það. Fyrir mínum augum stendur þetta svo, sem ekkert vit sé í að fara nú að selja jörðina, því að hún er einmitt á þeim stað, sem járnbraut sú mundi liggja um, sem nú er verið að hugsa til að leggja. Stjórnin hefir neitað um sölu á jörðinni, því að hún er hluti af prestssetri og heyrir þess vegna ekki undir kirkjujarðar-sölulögin, og þó ekki væri svo, mundi hún hafa synjað af hinni ástæðunni, er eg nefndi.