04.08.1913
Neðri deild: 25. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 693 í C-deild Alþingistíðinda. (488)

7. mál, fasteignaskattur

Framsögum minni hl. (Kristinn Daníelsson):

Háttv. þm. skulu ekki vera hræddir um að eg ætli að lengja umræðurnar mikið. Það er að eina eitt atriði í ræðu hæstv. ráðherra, sem eg vildi að ekki atæði allsendis ómótmælt. Eg ætla að ganga fram hjá inum hv. þm., sem beindu því að mér að eg hefði sagt að verið væri að sjúga alþýðuna út. Eg talaði ekki þau orð; eg er ekki vanur að viðhafa svo mergjað mál, en hitt sagði eg, að byrðar væru landamönnum lagðar á herðar og því verður ekki mótmælt, þótt hv. þm. S.-Þing. (P. J.) sé að reyna að fela það með því að tala um, að eg ruglaði saman fjárlögum og skattalögum. Eg kannast við það, að með gjaldahlið fjárlaganna er ákveðið, til hvers álögurnar skulu notaðar. En með skattalögum eru byrðarnar beint lagðar á gjaldendurna — því getur enginn neitað. Þessi lög hvortveggja verka saman og hafa á víxl áhrif hvor á önnur. En það sem eg vildi, að ekki atæði ómótmælt, var það, að kirkjujarðirnar væru eign landssjóða. Þau rök voru færð fyrir því, að stjórninni væri veitt heimild til þess að selja þær. Eg kannaat við að þær eru eign landsins — en það er ekki sama sem að þær séu eign landssjóðs.

Kirkjueignirnar standa sérstakar í sama hlutfalli Við löggjafarvald og landstjórnar, eina og landssjóður. Auðvitað veit eg að löggjöfin getur leyft sér alt og að bægt er að »konfiskera« þessar eignir, en þó býzt eg við, að það gangi á sínum tíma ekki orða laust fyrir sig. Það var að eins þetta, sem eg vildi ekki að atæði sem afgert eða ómótmælt.