04.08.1913
Neðri deild: 25. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 703 í C-deild Alþingistíðinda. (504)

8. mál, jarðamat

Pétur Jonsson:

Þetta mál stendur í svo nánu sambandi við ið felda frumvarp, að mér virðist það einungis vera til þess að tefja tíma þingsins að vera að ræða það. Mér virðist það einungis, að vera að leika sér með tíma þingsins, að halda þeim áfram, enda þýðingarlaust, þar sem meiri hlutinn, sem þóttist hafa vald til þess að drepa frumv. um fasteignaskatt, muni ekki hika sér Við að slátra þessu líka.

Ef menn hugsa sér að gera jarðmat eftir þessu frumv., þá er einmitt með því mati gerbreytt núverandi sköttum sem á jörðum hvíla, því það gamla jarðmat er alt öðruvís grundvöllur.