05.08.1913
Neðri deild: 26. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 735 í C-deild Alþingistíðinda. (543)

50. mál, vegir

Framsögum. meiri hl. (Kristinn Daníelsson):

Það er ekki kapp í mér út af þessu, eina og hér væri um stórvelferðarmál að ræða, og er þetta þó sanngjarnt og réttlátt.

Háttv. 1. þm. Eyf. (St. St.) sagði, að eg hefði styrkt en ekki veikt hans mál með þessum fjórum lögsagnarumdæmum. Eg sagði, að hann hefði ekki kynt sér málið og gerði það ekki til að veikja málstað hans, heldur að eins til að sýna, að hann væri því ókunnugur.

Um aðalhugsjónina í flutningabrautamálinu veður hann alveg reyk. Hún getur ekki verið sú, að brautin þurfi endilega að snúa öðrum endanum niður að sjó, en hinum upp til fjalla, heldur auðvitað sú, að leggja akfæra segi þar sem þeirra þarf með. Og eg get sannað það, að flutningar eru hvergi meiri en þarna og það eitt ætti að vera nóg.

Eg býst við, að þessi segir kosti nokkuð, en ef það er svo dýrt, þá á líka ekki að leggja það á þessar litlu Sýslur einar — en auðvitað nær það ekki nokkurri átt, að það kosti fleiri tugi þúsunda. Að sýslurnar losni við nokkuð af viðhaldskostnaðinum skiftir þær miklu og það sérstaklega, þegar um sýslufélag er að ræða, sem skuldar tugi þúsunda kr. nú þegar og þarf að leggja vegi enn fyrir marga tugi þúsunda, auk þessa. Eg get fullyrt það, að viðhaldskostnaðurinn verður minni með því að hafa þetta flutningabraut. Það hefir maður sagt mér, sem þekkir fullkomlega til þess. Því að vera alt af að gera við forarpollana á þessum vegi er eins og að kasta peningum í sjóinn.

Eg get kannast við það, að mjólk er flutt eftir þessum vegi úr einum hreppi, en það er minsti hreppurinn í sýslufélaginu. En þetta minnir mig á annað, Sem háttv. þingm. Sagði. Hann kallaði Vífilsstaðahælið eitt heimili — rétt eins og það væri eitthvert kot. En eg get sagt honum það, að það jafnast á við heilan hrepp með svona 15–20 heimilum og flutningaþarfir þess á við svona 40–50 sveitaheimili.

Eg skal geta þess um viðaukatillögu háttv. þm. Dal. (B. J.), að meiri hluti nefndarinnar hefir ekki tekið neina afstöðu til hennar, svo að þar er hver frjáls að atkvæði sínu. Eg fyrir mitt leyti kannast við, að full þörf muni vera fyrir þennan veg og ímynda mér, að eins mikil ástæða sé til þess að hafa hann fyrir þjóðveg eins og marga aðra, sem þegar eru ákveðnir. Viðaukatillagan fer ekki fram á annað, en að þessi vegarkafli verði gerður að þjóðvegi, en þá á að gera akfæra, þar sem þörf er á. Eg get því, fyrir mitt leyti, verið hlyntur þessari viðaukatillögu, þó að eg hins vegar geti ekki álitið að hún skifti jafnmiklu máli og aðalefni þessa frumvarps.