05.08.1913
Neðri deild: 26. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 767 í C-deild Alþingistíðinda. (574)

96. mál, heimild fyrir veðdeild Landsbankans

Lárus H. Bjarnason:

Háttv. þm. Vestm. (J. M) fullyrti, að ekki væri hægt að samþykkja slíkt frumv. sem þetta, ef það ætti að binda þá menn, sem þegar hefðu fengið lánin með ákveðnum kjörum. Eg þekki ekki aðrar akorður, sem löggjafarvaldinu gætu verið settar í þessu efni, en þær, sem stjórnarskráin setti. En þar finn eg ekkert slíkt ákvæði. Það er enginn vafi á því, að Alþingi er fært um að gera þetta. Þar með er ekki sagt, að það geti ekki verið varhugavert. Eg held, að þessu máli sé svo farið, að rétt sé að athuga það í nefnd. Og eg vil þá leyfa mér að stinga upp á, að því verði vísað til bankanefndarinnar.