05.08.1913
Neðri deild: 26. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 774 í C-deild Alþingistíðinda. (585)

58. mál, hvalveiðamenn

Framsögum. (Guðmundur Eggerz):

Eg skal leyfa mér með örfáum orðum að gera grein fyrir breytingartillögum nefndarinnar. Það var þegar í upphafi tilætlun okkar flutningsmanna, að þótt frv. yrði að lögum, væri heimilt að drepa hnísur og höfrunga og aðra smáhvali. Þetta er nú tekið fram í breytingartill. Reyndar vildi eg fyrir mitt leyti undanskilja andarnefjur, en meiri hluti nefndarinnar var á móti því. Allir nefndarmennirnir voru sammála um, að heimilt skyldi að hagnýta og hirða þá hvali, sem dauðir finnast, eina og gert er ráð fyrir í 2. gr. frv. Þá vildi meiri hluti nefndarinnar að lögin gengju ekki í gildi fyr en 1. okt. 1915, til þess að þeim mönnum, sem nú stunda hvalveiðar hér við land, gæfist rýmri tími til að koma sér fyrir annarsstaðar. Að öðru leyti skal eg ekki þreyta háttv. deild með því að taka upp aftur það sem eg sagði við 1. umr. Eg tel það tilgangalaust, en leyfi mér að vænta þess að málið fái eins góðar undirtektir í deildinni eins og það fekk í nefndinni. Enda lítur helzt út fyrir að þetta mál verði engum að baga, því að þeir útlendingar, sem nú stunda hér hvalveiðar, sárkvarta undan því, hvað þeir tapi miklu á útgerðinni, og eru því líkur til að þeir flytji burt af landinu hvort sem þetta verður eð lögum eða ekki.