06.08.1913
Neðri deild: 27. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 819 í C-deild Alþingistíðinda. (634)

128. mál, friðun fugla og eggja

Sigurður Sigurðsson:

Mér þykir vænt um alla fugla, og eg vona að það sannist á æðarfuglanefndinni, að henni sé ant um fuglana. Eg skal taka það fram, að eg hefi hug á að laga frumvarpið eftir því sem föng eru á. Eg vil t. d. bæta við nokkrum fuglategundum, sem Ed. hefir annaðhvort gleymt eða vanrækt af ásettu ráði að taka upp í frumvarpið, svo sem heiðarlóunni okkar, tjaldinum og fleiri fuglum. — Það getur verið, að margir áliti þetta smámál, en fyrir okkur Íslendinga er það í raun og veru stórmál. Fuglum er nefnilega alt af stórum að fækka hér á landi af þeirri ástæðu, að nú gera menn sér það mjög að leik að skjóta fugla, sem enginn matur er i, einungis til að svala drápgirni sinni. Eg styð þá till., að þessu frumv. verði vísað til æðarfuglanefndarinnar, og vona að það hafi gott af að athugast í þeirri nefnd.