07.08.1913
Neðri deild: 28. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 827 í C-deild Alþingistíðinda. (643)

42. mál, stofnun landhelgissjóðs Íslands

Framsögum. (Matthías Ólafsson):

Eftir frumvarpinu þá er það Alþingi, sem ræður því, hve nær sjóðurinn tekur til starfa (Ráðherrann: En eg spyr, hvort það eigi þá að gera það án lagaboðs, sem konungur staðfestir?). Það nær ekki nokkurri átt annað, en að stjórn og þing séu þar í verki saman. Stjórnin á hvort sem er að ávaxta sjóðinn þangað til. Ráðherrann: Þá þarf að breyta orðalaginu). Ef málinu væri ekki svona langt komið, þá væri það sjálfsagt rétt, til þess að enginn misskildi frumvarpið, því að eg býst við að þetta hafi vakað fyrir flutningsmönnum. (Valtýr Guðmundsson: Það má við 8. umr.). Jú, það getur vel verið, ef til vill.