07.07.1913
Neðri deild: 5. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 84 í C-deild Alþingistíðinda. (69)

15. mál, laun íslenskra embættismanna

Jóhannes Jóhannesson:

Hæstv. ráðherra (H. H.) gat þess í inni ítarlegu inngangsræðu, sinni, að merkisbóndi einn af Austurlandi heiði sagt við sig, að þingmenn, þeir er í Reykjavík eru búsettir, væru í raun og veru ómagar þjóðarinna og ættu engin laun skilið að fá úr landsjóði fyrir þingstarfsemi sína. — Þetta kemur mér. nokkuð ókunnuglega fyrir, ef inn hæstv. ráðherra með orðinu Austurland hefir átt Við Austfirðingafjórðung, sérstaklega Múlasýslur. Eg er búinn að dvelja þar í 16 ár og þykist þekkja flesta merkisbændur þar og mega fullyrða, að slíkur kotungs-hugsunarháttur, og ummælin lýsa, sé ekki til hjá þeim. Það getur verið, að þessi hugsunarháttur sé til hjá einhverjum Ausfirðingum, og það mönnum, sem við búskap fást, en það eru þá menn, sem ekki kunna að búa, verðskulda ekki ið virðuglega bóndanafn. Hitt er annað mál, að Austfirðingar vilja að sparlega sé farið fé landsins, bæði til embættislauna og annara, en þeir svelta ekki hjá sín og ætlast ekki til þess að þjóðin svelti starfsmenn sína

Eg er samdóma háttv. 2. þm. S.- Múl. (G. E.) um það, að stjórnin hafi sett hreppstjóralaunin alt of lágt í frumv. sínu og vænti þess, að væntanleg nefnd í því máli bæti þar úr skák.