11.08.1913
Neðri deild: 31. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 872 í C-deild Alþingistíðinda. (716)

14. mál, vitagjald

Framsögum. (Bjarni Jónsson):

Eins og getur um í nefndarálitinu, hefir háttv. Ed. ekki gert aðra breytingu á frumvarpinu, frá því sem það var samþykt hér í deildinni, en þá, að hún hefir hækkað vitagjald um 5 aura á smálest af þeim skipum, sem flytja fólk eingöngu. Á því sjá allir, að það sem milli deildanna ber, er ekkert höfuðatriði og nefndin getur ekki annað séð; en að þeim mönnum, sem þótti 10 aura gjaldið aðgengilegt, þyki líka 15 aura gjald þolandi. Nefndin leyfir sér því að leggja til að frumvarpið verði samþykt óbreytt eins og það kom frá háttv. Ed.