11.08.1913
Neðri deild: 31. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 930 í C-deild Alþingistíðinda. (751)

27. mál, vatnsveitingar

Framsögum. minni hl. (Bjarni Jónsson):

Eg gat ekki orðið háttv. meiri hluta nefndarinnar samferða um þetta ákvæði í 18. gr. frumv., sem hv. framaögum. meiri hlutana (S. S.) mintist á. Þetta ákvæði er með öllu óþarft, og frumvarpið getur orðið að notum alveg eina án þess, því nægileg trygging fyrir áveitukostnaðinum er fengin með því ákvæði, sem farið er fram á í br.till. minni, að koatnaðurinn verða tekinn lögtaki af þeim leiguliðum, sem ekki vilja leggja hann fram góðfúslega. Í þessum tilgangi þarf því ekki að gera lög um eignarnám, og má því segja hér, að þetta sé of löng stöng í svo lítilli grýtu.

Þetta ákvæði er fullkomið brot á eignarrétti manna. Gæti eg farið um þetta fleiri orðum, ef eg teldi það ekki þýðingarlaust, því sams konar mál hefir verið hér til umræðu í dag, í girðingalögunum, og söm hygg eg, að sé samvizkusemin þessara manna nú og þá, einkanlega þeirra, sem láta sem sér sé svo ant um fé landsins. Og vil eg svo ekki eyða orðum mínum við þá.