11.08.1913
Neðri deild: 31. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 932 í C-deild Alþingistíðinda. (755)

27. mál, vatnsveitingar

Framsögum. minni hl. (Bjarni Jónsson):

Það er einmitt þetta, að jafnvel í ítrustu nauðsyn má ekki hafa slíkt ákvæði sem þetta. Þótt því verði ekki beitt fyr enn í ítrustu nauðsyn, þá má alt af búast við því illa, þótt það góða skaði ekki. En nú er svo langt frá því, að þessir löggjafar ætlist til að lögunum verði ekki beitt nema í ítrustu nauðsyn, því að þeir setja ekki jörðina má taka eignarnámi, heldur skal hana taka eignarnámi. Eg mintist á þetta við einn nefndarmanninn, sem er lögmaður, háttv. þm. Borgf. (Kr. J.) og vildi fá stoð hans til að sannfæra hina. Nú vili nefndin taka þetta aftur. Eg tel það ósæmilegt, að þetta orð skal sé í ákvæðinu.