07.07.1913
Neðri deild: 5. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 89 í C-deild Alþingistíðinda. (78)

11. mál, manntalsþing

Ráðherrann (H. H.):

Þetta mál stendur líka í sambandi við skattamál landsins. Ein af inum nýju tillögum stjórnarinnar er sú, að koma skattamálunum svo fyrir, að skattar verði greiddir fyrir undanfarið ár strax að því ári liðnu, svo að ekki þurfi að biða þess í 2 ár eins og að undanförnu.

En til þess, að þessu verði þannig fyrir komið, þarf innheimtunni að vera svo farið,. að skýrslur skattanefnda geti náð til sýslumanna nokkru fyrir manntalsþing ár hvert. Nú eru manntalsþing ekki háð á sama tíma um land alt. Í Skaftafellssýslunum munu þau háð í Marzmánuði, víðast hvar annastaðar seinna, sumstaðar í Júlímánuði, en aðalreglan mun vera að halda þau í Júní. Til þess að koma samræmi á er hér stungið upp á, að þing skuli háð alstaðar á landinu seinast í júní. Til þess tíma ættu skattanefndir að hafa getað lokið störfum sínum. Það gæti raunar hugsast að dálítill bagi gæti orðið að þessu í Skaftafellasýslu, vegna vatnavaxta í Júní, en þar sem nú er orðin föst regla að við halda færum vegi yfir jöklana, að minsta koati Beiðamerkurjökul, ætti þetta þá að geta lánast einnig þar.

Eg leyfi mér að stinga upp á að málinu verði vísað til skattamálanefndarinnar að þessari umr. lokinni.