14.08.1913
Neðri deild: 34. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1152 í C-deild Alþingistíðinda. (866)

27. mál, vatnsveitingar

Framsm. (Sigurður Sigurðsson):

Það eru komnar fram 2 breyt.tillögur frá nefndinni og standa þær á þgskj. 376. Vil eg leyfa mér að vekja athygli hv. deildar á þessum br.tillögum.

1. liður br.till. er í því fólginn, að í niðurlagi seinni liðsins í 17. gr. frumv. komi »fimtánföldum« í stað »tólfföldum«. Þessa br.till. hefir nefndin komið með at því að nefndinni þykir tólftaldur eftirgjaldsaukinn of lágt ákveðinn, og í öðru lagi til þess, að koma þessu í samræmi Við frumv. um breyting á lögum um bygging, ábúð og úttekt jarða, sem verður hér til 2. umr. í dag.

Hin br.till. er sú, að aftan við 18. gr. bætist það, að sé leiguliði öreigi, megi ganga að landsdrotni um áveitukostnaðinn, og miðar þessi tillaga að því, að laga greinina eins og hún nú er úr garði gerð.