14.08.1913
Neðri deild: 34. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1161 í C-deild Alþingistíðinda. (873)

21. mál, íslenskur sérfáni

Jón Magnússon:

Eg greiddi atkvæði með þessu frumvarpi urri daginn til 3. umræðu, af því að eg áleit að við gætum unnið nokkuð með því. Samt sem áður sé eg mér ekki fært, að greiða atkvæði með því út úr deildinni, því að eg álit það ekki svo mikils vert, að tilvinnandi sé að stofna með því til deilumála bæði inn á við og út á við. Eg býst nú ekki svo mjög við inu síðara, en það gæti þó hugsast, og þá er tilefnið of lítið.