16.08.1913
Neðri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1296 í C-deild Alþingistíðinda. (978)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Þorleifur Jónsson:

Á þingskj. 399 er brtill. frá mér, sem fer í þá átt að veittar verði til þjóðvegar í Austur-Skaftafellssýslu 5000 . kr.

Eins og kunnugt er, liggur þjóðvegur eftir sýslunni endilangri, og sýslan er afarlöng, en víða er það, að það er ekki vegur nema að nafninu til. Á stórum köflum eru samanhangandi sandaöræfi með stórvötnum og á öðrum stöðum ýmsar torfærur. Í seinni tíð hafa verið gerðir nokkrir vegarkaflar yfir verstu torfærurnar, en enn þá eru eftir allmörg stykki; sem þarf að leggja vegi um. Sýslunefndin hefir látið uppi álit sitt um, hvar helzt bæri nauðsyn til að gera viðbætur á þessum vegarköflum. Hefi eg látið prenta hér með á brtill. útdrátt úr sýslufundargerð Austur-Skaftfellinga þ. á. Sýslunefndin akorar þar á þing og stjórn að leggja fé til þriggja vegakafla, en mér dettur ekki í hug að fara fram á þá upphæð alla í einu, sem til þess myndi þurfa, að bæta alla þessa vegakafla. Sú upphæð, sem eg fer fram á, 5000 krónur, mundi ekki nægja nema til eins þeirra eða máske tveggja. Breyt.till. mín fer sérstaklega fram á, að veitt sé fé til vegar frá Almannaskarði suðvestur á Hafnarveginn í Nesjum. Þar er mikið mýrlendi, sem ilt er yfirferðar. Er það bráðnauðsynlegt að gera veg vegna kaupstaðferða, úr Lóni og yfir höfuð fyrir alla umferð eftir þjóðveginum á þessu svæði. Nú er vanalega krækt fyrir mýrina og farið með fjallinu, en þar er sama sem enginn vegur. Hér þarf því að gera veg, og með því að mikill krókur er að fara með fjallinu, þá er sjálfsagt að leggja hann þvert yfir mýrlendið.

Eg vil taka það fram, að kaupstaðarvegurinn er illfær, alveg ófær fyrir vagna, og illfær fyrir hesta. Ef þessi upphæð fengist, sem farið er fram á, er sennilegt, að hægt yrði að gera þennan veg í stand til vagnferða.

Um hina vegina, sem sýslunefndin fer fram á að fé verði veitt til, er það að segja, að yfir Suðursveit hefir verið gerður vegur á nokkuð löngum kafla. En sýslunefndin fer fram á, að þessi Suðursveitavegur verði framlengdur frá Uppsölum og austur úr Smyrlabjagafæti. Eru þetta réttmæt tilmæli. Á þeim kafla eru vegleysur, þegar ekki er hægt að fara leirur fyrir framan Smyrlabjargafót. En þar er ós, sem »stendur uppi« með köflum, og þá eru þessar leirur ófærar. Er því mikil þörf á að framlengja Suðursveitarveginn austur að Kolgrímuaurum.

Þriðji vegarkaflinn, sem sýslunefndin fer fram á að bættur sé, er í Öræfunum. Þar Hofslöndum hefir verið vegur áður, en nú er þar varla orðið eyvi eftir af, að eins brúarslitur á pörtum. En með því að þar er mjög votlent og ilt yfirferðar vegna bleytu, er nauðsynlegt að vegarkafli þessi sé gerður að nýju. Enda er þar ekki um mjög langan eða kostnaðarsaman kafla að ræða.

Þegar eg sá, að fjárlaganefndin tók upp í tillögur sínar fjárframlag til vega, sem stjórnin ekki tók upp í sitt frumv., þá setti það í mig kjark, svo að eg kom fram með þessa beiðni mína. Eg efast ekki um það, að vegirnir, sem fjárlaganefndin leggur til að fé verði veitt til, séu nauðsynlegir, en þó hygg eg ekki, að þessi vegir sem eg fer fram á að fé verði lagt til, séu ónauðsynlegri. En því miður eru þm. þessu ókunnugir og geta varla sett sig inn í allar þær torfærur, sem Austur-Skaftfellingar verða við að búa á vegum sínum.

Eg hefi ekki tekið þessa fjárbeiðnir upp hjá sjálfum mér, svo enginn getur núið mér því um nasir, að eg komi með þetta út í bláinn. Eg hefi tekið hana upp eftir ósk þingmálafunda og ítrekuðum áskorunum sýslunefndarinnar.

4 þingmálafundum hefir verið farið fram á þetta, og sýslunefndin hefir eins og eg hefi áður sagt — tekið málið upp eg að eins borið það fram hér í deildinni.

Ið eina, sem ætlað er til samgöngubóta í A.- Skaftafellssýslu í fjárlagafrv. stjórnarinnar, er það, að þessi litli styrkur til mótorbátsferða fær að halda sér. Það er nú þakkarvert, því þessi styrkur kemur að góðum notum En það gat heldur varla minna verið, sem gert var fyrir sýsluna, þegar þess er gætt, að við erum nærri því sviftir strandferðunum. Áður kom strandferðaskip á Hornafjörð 16 sinnum. En í sumar á strandferðaskip að eins að koma þar 5 sinnum. Og væri gott, ef sú skylda hefði verið uppfylt. En sú hefir raunin á orðið, að »Hólar« hafa tekið sér það bessaleyfi að koma alls ekki inn í ósinn, þegar svo býður við að horfa. Svo útfallið verður, að þeir koma þar aðeins þrisvar sinnum. Þegar við þannig erum sviftir samgöngum á sjó, er ekki órímilegt að ætlast til þess, að Alþingi veiti ofurlítinn styrk til vegabóta, til samgöngum á landi. Ekki liggja heldur margar beiðnir fyrir Alþingi frá Austur-Skaftfellingum. Og eg legg kapp á að þetta mál fái framgang. Þar sem nú Austur-Skaftfellingar eru bæði símalausir og samgöngulitlir, þá tel eg það ekki neitt ósanngjarnt þó að farið sé fram á að eitthvað verði lagt fram úr landasjóði til þessara vegabóta. Skal eg svo ekki fara fleiri orðum um þetta — ekki mala svo mjög mikið um þetta, eins og sumir háttv. þm. komast að orði. Vænti eg þess, að háttv. deild líti á þessar málaleitanir með sanngirni.