04.08.1914
Neðri deild: 34. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1023 í B-deild Alþingistíðinda. (1010)

86. mál, hafnargerð í Þorlákshöfn

Ráðherra (S. E.):

Það er víst fáum kunnugra en mér, hver þörf er á, að höfn verði gerð í Þorlákshöfn. En eg get ekki mælt með því, að lagt verði út í þetta mál að svo stöddu, vegna þess, hve undirbúningi öllum er ábótavant. Það hefir t. d. ekkert verið rannsakað enn, hve mikið fyrirtækið muni kosta. Annað hefi eg ekki að segja, en jafnskjótt og málið er fullundirbúið, mun eg gerast stuðningsmaður þess.