12.08.1914
Neðri deild: 44. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1203 í B-deild Alþingistíðinda. (1201)

129. mál, afleiðingar harðræðis

Skúli Thoroddsen; Á ræðu hv. ráðherra virtist mega skilja, að hann væri ekki trúaður á það, að úr neinu yrði bætt, þó að þingið yrði framlengt.

Svo færi og, að það yrði til lítils, ef — viljann vantaði.

Á hinn bóginn hefi eg, bæði í ræðu minni í dag, og þó enn frekar á flokkafundum, bent á eigi fátt, sem gera ætti og sem að vísu er alóverjandi, ef ógert er látið.

En til þess, að eitthvað verði gert, þurfa menn að vilja hugsa málin og þora það, og gefa sér þá og eigi síður nægan tíma til þess.

Eg benti og t. d. á það, að til þess að bæta úr peningavandræðunum mætti gefa út lög, sem heimiluðu að gefa út 1–2 milj. kr. í seðlum, og þó að það, ríði í bág við einkarétt Íslandsbanka, þá ímynda eg mér, að hann yrði fljótt fáanlegur til þess, eða vildi vinna það til seðlaaukningar, að samþykkja, að Landsbankanum o. fl. væri hjálpað.

Geta má þess og, að lögin um gullforða Íslandsbanka, eiga ekki að gilda nema til 14. okt. þ. á. og þá verður landið að skila gullforðanum aftur, eina og menn geta þá og komið með seðla, sína, og heimtað þeim skift í gull og sparisjóðsinnieigendur tæmt sparisjóðsbækur sínar. En dettur nokkrum í hug, að norðurálfuófriðurinn verði þá um garð genginn? Hér eru því fyrirsjáanleg vandræði fyrir dyrum, og alóvíst, á hverri stundu eigi næst til konungsvaldsins.

Eg vona því, að ráðherra og aðrir, sjái, að fylsta ástæða er til þess, að áhuga sem rækilegast, áður en þingmenn skilja, hvílíkir alvörutímar nú eru, og sjái og, að ekkert má vanrækjast, er gjört gæti orðið.

Þá vil eg og benda á atriði, sem eg hefi vakið máls á, við þingmenn í flokkinum, er eg telst til, þ. e. hvort eigi muni eftir atvikum — rétt að lögleiða hér »moratorium«, þ. e. skuldgreiðslufrest, annaðhvort fyrir alla eða þá fyrir einstakar stéttir.

Vextir eru nú þegar orðnir hér 7–8% í bönkunum, og hver veit, hve hátt þeir geta enn stigið? — Nauðsynjar verður almenningur og að kaupa ef til vill tvöföldu verði, og ýms fyrirtæki hafa nú þegar verið stöðvuð, t. d. sum botnvörpuveiðaskipin hætt, og líkt getur um ýms önnur atvinnufyrirtæki orðið, svo að atvinnuskorturinn bætist þá ofan á, en vorharðindin gengin á undan í sveitunum.

Eg álít, að þingið verði því að taka mál þetta til sem allra rækilegastrar íhugunar, svo að ekki reki ef til vill að því, að fjöldi manna verði gjaldþrota, og neyddir til að selja eignir sínar fyrir hálfvirði.

Þá er og enn eitt mjög þýðingarmikið atriði, sem eg hefi eigi síður vikið að á fundum innan flokksins, sem eg telst til, en lagt að mun meiri áherzlu á, sem og í tali við ýmsa þingmenn, en það er það, hvernig fari og hver ráð eigi að taka, ef hlutleysi Dana verður virt að vettugi.

Vér höfum nú séð, hvað hlutleysið hefir stoðað Luxemburg; og Belgíu, eða hitt þó heldur, og alveg eins getur farið um hlutleysi Danmerkur.

En verði hún hertekin — gerð að þýzkum, brezkum eða rússneskum landshluta, hvað yrði þá um Ísland? Ætlast þingið til þess, að það fylgi þá örlögum Danmerkur?

Yfirleitt virðast mér nú þeir alvörutímar, að þinginu megi alls eigi slíta fyrr en gerðar hafa verið svo ítarlegar ráðstafanir um öll þessi efni, sem frekast eru tök á.