11.08.1914
Neðri deild: 41. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1252 í B-deild Alþingistíðinda. (1224)

121. mál, uppburður sérmála Íslands

Framsögum. minni hl. (Jón Magnússon):

Eg sé ekki, að grætt verði á að lengja umræðurnar. Það er rangt hjá hv. þm. N.-Þing. (B. Sv.) að meiri hl. nefndarinnar hafi látið minni hl. ginna sig. Nefndin öll vann að málinu og var ekki ósamdóma um aðalatriðið, en hvor hlutinn bygði á sínum forsendum og þær eru ólíkar.

Eg vona, að feldur verði fyrirvari á þskj. 455, en ef tillaga minni hl. nær ekki fram að ganga, þá mun minni hlutinn yfirleitt líklega hvorki greiða atkvæði með eða móti fyrirvara meiri hlutans.