12.08.1914
Neðri deild: 44. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1280 í B-deild Alþingistíðinda. (1260)

117. mál, kostnaður við starf fánanefndar

Ráðherra (S. E.):

Því atriði, hvort nauðsynlegt hafi verið að skipa fánanefndina, tel eg mér eigi skylt að svara, með því að nefndin var eigi skipuð á mína ábyrgð, en að öðru leyti skal eg leyfa mér að svara fyrirspurninni á þessa leið:

Kostnaður við fánanefndina hefir orðið þessi:

Bækur, pappír og ritföng

kr. 144,63

Símskeyti og burðargjald

— 83,05

Auglýsingar

— 34,91

Þýðingar og ritstörf

— 135,00

Prentun og hefting á skýrslunni

— 1445,45

Ræsting

— 2,00

Dagpeningar nefndarmanna

— 4256,00

Þar að auki hefir verið ávísað Agli Jacobsen kr. 33,22 fyrir fánadúka og saum á fánum. Ennfremur er óborgað til þýzkrar verksmiðju einnar um 30 kr. Samtals nemur þá kostnaðurinn 6164 kr. 26 aurum.