03.08.1914
Efri deild: 21. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 135 í B-deild Alþingistíðinda. (1443)

4. mál, mæling og skrásetning lóða

Framsögumaður (Guðm. Björnsson) :

Þessu er ósköp fljótsvarað. Það er nauðsynlegt, að bæjarstjórnin geti sjeð í lóðaskránni, hve nær sem hún þarf á að halda, hver er eigandi að hverri lóð í bænum. Það er óhentugt, að bæjarstjórnin þurfi alt af að biðja um útdrátt úr afsals- og veðmálabókunum hjá bæjarfógeta í hvert sinn, sem hún þarf á þessari vitneskju að halda. Það er alveg nauðsynlegt, að hún viti hver á hverja lóð, vegna þess, að á hverjum lóðareiganda hvíla ýmsar skyldur gagnvart bænum.

Hjer er ekki um aðra kvöð að ræða en þá, að gjöra kunnug eigandaskifti. Háttv. 1. kgk. (J. H.) segir, að það standi altaf í veðmálabókunum, ef eigandaskifti verða á fasteign. En jeg efast um að svo sje. Ef lóðir t. d. ganga að erfðum, þá býst jeg við að stundum. dragist að færa inn í veðmálabækurnar. Það er alveg fyrirhafnarlaust, að tilkynna lóðaskrárritara, þegar eigandaskifti verða að lóðum. Margar skyldur, sem á mönnum hvíla, eru miklu tafsamari en þessi. Jeg vona nú, að háttv. 1. kgk. (J. H. sjái, að það er nauðsynlegt, að þetta fái að standa í frumvarpinu og að deildin samþykki brtt. nefndarinnar við 11. gr.