27.07.1914
Efri deild: 19. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 139 í B-deild Alþingistíðinda. (1453)

16. mál, beitutekja

Karl Finnbogason:

Jeg vil leyfa mjer að benda á, að í 3. gr. stendur : „Nú tekur maður í óleyfi skelfisk í netlögum annars manns“ o. s. frv. Þetta er ónákvæmt orðalag, því að eigandi netlaganna þarf auðvitað ekki að vera einstakur maður, getur t. d. verið kaupstaður eða bæjarfjelag. Og maður getur þó aldrei merkt sama sem bær. Það væri betra að strika orðið „manns“ út, því að þá gæti ekki orðið um neinn misskilning að ræða.